Kynning á Fulbright VSR styrkjum fyrir doktorsnema
3. apríl kl. 12:00-12:45
Doktorsnemar við íslenska háskóla geta sótt um Fulbright Visiting Student Researcher (VSR) styrk til 4–12 mánaða rannsóknardvalar í Bandaríkjunum.
Miðvikudaginn 3. apríl frá 12:00-12:45 verður rafræn kynning á VSR-styrkjunum á Zoom. Um kynninguna sér Pétur Valsson, sérfræðingur hjá Fulbright. Einnig mun Sóllija Bjarnadóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, segja frá reynslu sinni en hún var við rannsóknardvöl í Bandaríkjunum veturinn 2022-2023.
Umsækjendur þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar og fer kynningin fram á íslensku.
Kynningin fer fram í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms hjá Háskóla Íslands, en er opin doktorsnemum við alla íslensku háskólana.
Nánar má lesa um VSR styrkina hér.