Aðalfundur FFSÍ 2022 – Dagskrá
Aðalfundur Félags Fulbright styrkþega á Íslandi (FFSÍ) verður haldinn mánudaginn 21. febrúar 2022 kl. 16:00.
Fundurinn verður aðgengilegur í gegnum fjarfundarforritið Zoom, smellið hér til að opna hlekkinn á fundinn.
(Athugið að ekki er nauðsynlegt að hafa sjálft forritið í tölvunni ykkar, það er nóg að smella á hlekkinn í fundarboðinu til að opna fundinn)
Opnað verður fyrir fundinn kl 15:50 og fundurinn hefst tímanlega kl 16:00.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
- Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar
- Skýrsla gjaldkera, afgreiðsla ársreikninga
- Lagabreytingar: Ein breytingatillaga verður lögð fram (sjá fyrir neðan dagskrá)
- Kosning formanns
- Kosning annarra stjórnarmanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
Eftirfarandi tillaga að breytingu á grein 5.2 í lögum FFSÍ verður lögð fyrir fundinn:
Grein 5.2 er svohljóðandi:
Aðalfundur kýs formann og 6 stjórnarmenn. Eftir kjör skiptir stjórnin með sér verkum sem hér segir: varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórnendur.
Tillagan er að hún verði á þessa leið:
Aðalfundur kýs formann og 4 til 6 stjórnarmenn. Eftir kjör skiptir stjórnin með sér verkum sem hér segir: varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn til þrír meðstjórnendur.
Athugið að til að breytingartillagan þarf að 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi til að verða að lögum.
Stjórn FFSÍ hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn. Við hvetjum alla áhugasama til að bjóða sig fram til stjórnarsetu.
The Fulbright Alumni Association in Iceland (FFSÍ) annual meeting will be held on Monday 21. February 2022 at 4pm. The meeting will be online on Zoom. All Fulbright Iceland alumni are invited to participate, but the proceedings will be in Icelandic.