Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Visiting Scholar Program

Fulbright stofnunin veitir íslenskum fræðimönnum rannsóknarstyrki að upphæð 11.000 USD til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum. Skilyrði er að viðkomandi hafið lokið doktorsnámi eða sambærilegu. Miðað er við að rannsóknardvöl í Bandaríkjunum sé á bilinu þrír mánuðir til eitt ár.

Styrkurinn er laus til umsóknar á haustin.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2020-2021 er til 14. október 2019.

Þrjú meðmælabréf skulu fylgja umsókn.

Staðfesting á aðstöðu til rannsóknarstarfa við stofnun í Bandaríkjunum (affiliation) þarf ekki að fylgja umsókn en veita skal upplýsingar um mögulega gestgjafa (host institutins). Ef gestgjafastofnun liggur fyrir skal veita upplýsingar um það á umsókn. 

Boðsbréf frá gestgjafa (letter of affiliation) þarf ekki að fylgja umsókn, en er þó gagnlegt ef það er fyrir hendi á þessu stigi.

Bréf frá vinnuveitanda sem staðfestir stuðning við fyrirhugaða rannsóknardvöl (letter of support) skal fylgja umsókn.

Ekki skal fylla út upplýsingar fjármál og um fjölskyldumeðlimi (dependents) undir liðnum "Grant & Travel Plans". Jafnframt eiga síður úr vegabréfi ekki að fylgja umsókn.

Styrkþegar eru skyldugir að mæta á tvo undirbúningsfundi hjá Fulbright stofnuninni, sem boðað er til að vori.

Sótt er um með rafrænni umsókn en tengill á hana er hér á síðunni t.h. Frekari leiðbeiningar eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar með umsókn um rannsóknarstyrk.

 

Fulbright Scholar in Residence Program
 
Fulbright stofnunin vill vekja athygli á möguleikum íslenskra fræðimanna til dvalar við kennslu í minni bandarískum háskólum sem uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. sk. community colleges, háskólar sem sérstaklega höfða til minnihlutahópa, og aðrir "liberal arts" minni háskólar.

Íslendingar sækja ekki um styrk til slíkrar dvalar, heldur er það viðeigandi háskólastofnun í Bandaríkjunum sem þarf að sækja um að fá íslenskan fræðimann á ákveðnu sviði. Þeim sem kynnu að hafa áhuga á þessu er bent á að frekari upplýsingar má finna á vefsíðu CIES, en tengil má finna hér til hægri á síðunni. Áhugasamir þurfa að setja sig í samband við háskólastofnun sem fellur undir þessa áætlun og fá fulltrúa hennar til að sækja um styrkinn.

Frekari upplýsingar má finna hér til hægri á síðunni.

Scholar-in-Residence staða skólaárið 2020-21:

Fulbright á Íslandi vill kynna Scholar-in-Residence stöðu sem er í boði hjá University of Minnesota, Morris, í leikskólafræðum skólaárið 2020-21. Tekið verður við umsóknum frá Íslandi, Finnlandi og Danmörku. 

Verkefnið: The University of Minnesota Morris wishes to bring a Scandinavian scholar to join the Division of Education faculty to share expertise in Scandinavian models of early childhood education.

 Nokkur atriði sem hafa skal í huga:

  • Lesið vel leiðbeiningar með umsókn
  • Þeir sama hafa búið í Bandaríkjunum eða dvalið til lengri tíma síðastliðin 5 ár geta ekki sótt um þennan styrk.
  • Skila þarf tveimur meðmælabréfum í samræmi við leiðbeiningar sem koma fram í leiðbeiningum með umsókn
  • Skila þarf staðfestingu frá vinnuveitanda um að umsækjandi geti fengið leyfi verði hann valinn til verkefnisins.
  • Hvert land velur að hámarki tvær umsóknir sem sendar verða áfram, en University of Minnesota tekur loka ákvörðun um val styrkþega  

Þeir sem hyggjast sækja um geta haft samband við Fulbright stofnunina til að fá ítarlegar upplýsingar um verkefnið.

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn  en tengill á hana er hér til hægri á síðunni. Skila skal umsókn eigi síðar en 15. desember nk.

Ef spurningar vakna við gerð umsóknar má hafa samband á fulbright@fulbright.is.